Skráning í styrktarmót barna- og afreksstarfs NK

kr.3.000

Flokkur:

Lýsing

Opið mót til styrktar barna- og afreksstarfs NK

Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf og besta skor án forgjafar. Einnig eru nándarverðlaun í boði á öllum par 3 holum vallarins.

Þátttaka og skráning

  • Þátttökurétt í mótið hafa allir sem eru með virka Trackman forgjöf og lágmark tvo hringi skráða til forgjafar.
  • Mótsgjaldið er 3000 kr (leiga á golfhermi ekki innifalin) og greiðist það hér á síðunni.
  • Þegar mótsgjaldið hefur verið greitt fær viðkomandi sent invite í mótið, bæði í tölvupósti og í Trackman appinu.
  • Ath: Það er mjög mikilvægt að það sé sama email sett á pöntunina og viðkomandi er með tengt við Trackman aðganginn sinn.
  • Það getur tekið allt að 6 klst fyrir invite að berast og því mikilvægt að skrá sig með góðum fyrirvara.
  • Þegar keppandi hefur samþykkt invite í mótið getur hann spilað í mótinu í hvaða Trackman hermi sem er!
  • Hver keppandi getur spilað þrisvar sinnum í mótinu og besti hringurinn gildir.
  • Tímabókanir í golfhermi á Nesvöllum fara fram á boka.nkgolf.is eða í síma 561-1910.

Keppnisfyrirkomulag

  • Keppt er í punktakeppni með forgjöf (verðlaun fyrir fimm efstu sætin) og höggleik án forgjafar (verðlaun fyrir besta skor).
  • Leikið er á hinum stórskemmtilega Cabot Cliffs velli í Kanada.
  • Karlkyns keppendur spila af silfur teigum (5609 m) og kvenkyns keppendur spila af appelsínugulum teigum (4644 m).
  • Pútt eru stillt á Auto-Fixed sem þýðir að hermirinn skráir sjálfkrafa eitt pútt þegar boltinn er á flötinni og 3,0 m frá holu eða nær, tvö pútt þegar boltinn er 3,1 – 20,0 metra frá holu og þrjú pútt ef boltinn er lengra en 20,0 metra frá holunni.
  • Brautir eru stilltar á miðlungs mýkt og flatir eru stilltar á miðlungs mýkt og miðlungs hraða (9 á stimp).
  • Stillt er á auðveldar holustaðsetningar og logn.
  • Sérregla: Opið er fyrir möguleikann á að velja mulligan ef leikmenn lenda í tæknilegum mistökum, t.d. ef hermirinn les óvart æfingasveiflu sem högg. Ef slíkt kemur fyrir má velja mulligan og endurtaka höggið, en þá þarf að senda skriflega skýringu á nesvellir@nkgolf.is. Ef keppandi velur mulligan án þess að gefa fyrir því góða og gilda ástæðu er hringurinn gerður ógildur.

Verðlaun

Punktakeppni:
1. Sæti – 5 klst í golfhermi og 30 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 15.000 kr. gjafabréf frá Ráðagerði, 15.000 kr. gjafabréf frá Brútta golf og mánaðarkort í heilsurækt World Class.
2. Sæti – 3 klst í golfhermi og 20 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 15.000 kr. gjafabréf frá Apótek Kitchen&Bar og gjafabréf í baðstofu Laugar Spa.
3. Sæti – 3 klst í golfhermi og 10 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, tvö gjafabréf á hamborgarabúllu Tómasar og brúsi frá World Class.
4. Sæti – Player visor der og Bliz íþróttasólgleraugu frá GG Sport.
5. Sæti – 5x 2590 kr. gjafabréf frá Domino’s.

Höggleikur án forgjafar:
1. Sæti – 5 klst í golfhermi og 30 körfu boltakort frá Nesklúbbnum, 20.000 kr. gjafabréf frá Húrra Reykjavík og tveir kassar af Done próteindrykk.

Nándarverðlaun:
4. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbnum Leyni.
6. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
9. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
12. hola – Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
14. hola – Gjafakarfa frá ÓJ&K-ÍSAM.
16. hola – Gjafakarfa frá ÓJ&K-ÍSAM.

Ath: Nándarverðlaun gilda aðeins fyrir högg sem eru slegin á besta hring viðkomandi.

Úrslit verða birt á heimasíðu Nesklúbbsins í vikunni eftir páska og í kjölfarið geta vinningshafar sótt verðlaunin sín á Nesvelli (Austurströnd 5, 170 Seltjarnarnes).

Nánari upplýsingar: nesvellir@nkgolf.is

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Skráning í styrktarmót barna- og afreksstarfs NK”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *